top of page

Glæpur og refsing -undir leiðsögn Gunnars Þorra 

IMAGE 2024-01-08 15:01:44.jpg
Um viðburðinn

Glæpur og refsing — undir leiðsögn Gunnars Þorra

Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojevskí er ein merkasta skáldsaga vestrænna bókmennta.
Í einstökum salarkynnum Hótels Holts mun Gunnar Þorri Pétursson kafa ofan í þessa
kynngimögnuðu skáldsögu þar sem undirheimar Sánkti Pétursborgar eru sögusviðið og
krufnar eru til mergjar stórar spurningar um manneskjuna, Guð og Rússland.

Gunnar Þorri hefur rannsakað verk Dostojevskís um áratugaskeið og tvívegis hlotið íslensku
þýðingaverðlaunin: Annars vegar fyrir þýðingu sína og Ingibjargar Haraldsdóttur á skáldsögu
Dostojevskís, Hinir smánuðu og svívirtu, en hins vegar Tsjernobyl-bæninni eftir Svetlönu
Aleksíevítsj. Á liðnu ári gerði Gunnar Þorri þættina Rús sem slógu í gegn á Ríkisútvarpinu og
um árabil hefur hann haldið úti vinsælum námskeiðum um rússneskar bókmenntir.

Námskeiðið er fjögur skipti, það er haldið á miðvikudagskvöldum og dagsetningar eru
eftirfarandi: 17. og 24. janúar og 7. og 14. febrúar (31. jan. verður lestrarfrí).

Ekki er nauðsynlegt að hafa lesið skáldsöguna þegar námskeið hefst. Athugið að námskeiðið
er styrkhæft hjá ýmsum stéttarfélögum og að sætafjöldi er takmarkaður.

Látið ekki þetta einstæða tækifæri fram hjá ykkur fara.

Sími       551 3800

Opið alla virka daga á milli 12:00 og 16:00
Utan opnunartíma er hægt að ná í okkur á Facebook

Tix.is

Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
info@tix.is
events@tix.is

IMG_9065.JPG
586E6856-7412-4E66-819C-60CC8D2F1772.JPG
Hafa  sambandi við stjórnarmeðlimi félagsins
Símanúmer stjórnarmanna
  • Wix Facebook page
  • Wix Twitter page
  • YouTube App Icon

Hverfisgata 105

Reykjavík

sími: 5517928

Einar Bragason

8963857

Gunnlaugur Einarsson

8962429 

Guðlaugur Leósson

6636586

Anna Eiríksdóttir 8616795

Kristján Andrésson 8496684

kristjanand@gmail.com

Sigurður Hergeir Einarsson

Sigurjón Egilsson

bottom of page