
Félagslíf
Samkomur og sýningar
Kvikmyndasýningar MíR
liggja niðri
Ljóðakvöld
Olga Markelova með ljóðakvöld

Ljóðskáldið, þýðandinn og heimsborgarinn Olga Markelova verður með upplestur í MÍR-Salnum föstudaginn 16. september 2022
kl. 20:00. Þar mun hún lesa upp eigin ljóð og þýðingar. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Samþykkt aðalfundar 26.6.2022
Aðalfundur félagsins MÍR haldinn 26. júní 2022 samþykkti tillögu stjórnar að hætta rekstri félagsins í núverandi mynd. Þá samþykkti aðalfundur að allar eignir félagsins hverju nafni sem þær nefnast verði afhentar sjálfseignarstofnun „MENNINGARSJÓÐNUM MÍR„ sem stofnaður er samtímis þessari breytingu. Húsnæði félagsins að Hverfisgötu 105 verður selt og andvirði sölunnar myndar stofnfé sjóðsins. Jafnframt mun félagið kaupa minna og hentugra húsnæði fyrir eignir félagsins og starfsemi.
Aðalhlutverk sjóðsins er að nýta stofnfé og aðrar eignir til styrkveitinga fyrir ýmis konar menningarstarfsemi er tengist menningu og sögu Rússlands og menningarsamskiptum Íslands, Rússlands og fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna.
Tillagan var samþykkt samhljóða og mun stjórnin vinna að framkvæmd þesarar samþykktar.


Hafa sambandi við stjórnarmeðlimi félagsins
Símanúmer stjórnarmanna
Hverfisgata 105
Reykjavík
sími: 5517928
Einar Bragason
8963857
Gunnlaugur Einarsson
8962429
Guðlaugur Leósson
6636586
Anna Eiríksdóttir 8616795
Kristján Andrésson 8496684
Sigurður Hergeir Einarsson
Sigurjón Egilsson